Þríkross næla fyrir íslenska þjóðbúninginn. Þríkrossinn er fallegur skartgripur með táknræna merkingu heilagrar þrenningar, hannaður af Ásgeiri Gunnarssyni. Hann hlaut blessun Jóhannesar Páls II páfa árið 1989 og hefur verið blessaður af biskupi Íslands. Margir líta á hann sem verndargrip og er hann vinsæl gjöf við ýmis tækifæri. Þríkrossinn er til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.