Brettaspil
Loading...
Brettaspil

3.348 kr.

Brettaspilið er einfalt og skemmtilegt spil sem hæfir blindum og sjónskertum einstaklingum á öllum aldri. Spilið byggist á því að safna eða losa sig við eð með því að kasta teningi og fylgja leiðbeiningum.

Leikmenn og búnaður

Leikmenn: 2

Búnaður: 1 trébretti, 13 peð, þriggja hliða teningur eða heðfbundinn teningur og þá er mælt með því að sleppa því að nota tölur 4 5 og 6 (fylgir ekki)

Leikreglur (Fyrri útgáfa)

  1. Undirbúningur: öll peð eru sett í brettið
  2. Framgangur leiks: talan á teningnum segir til um hversu mörg peð leikmaðurinn má taka af brettinu
  3. Sigur: þegar öll peð hafa verið fjarlægð, vinnur sá leikmaður sem hefur fleiri peð

Leikreglur (Seinni útgáfa)

  1. Undirbúningur: Hver leikmaður fær 6 peð. Auka peðið er skilið eftir á miðju brettinu.
  2. Framgangur leiks: Leikmenn kasta tening til skiptis. Talan á teningnum segir til um hversu mörg peð leikmaður má setja á brettið.
  3. Sigur: Sá leikmaður sem fyrstur klárar peðin sín vinnur leikinn.

Á lager