Brúarspil
Loading...
Brúarspil

3.500 kr.

Brúarspilið er einfalt og skemmtilegt spil sem hæfir blindum og sjónskertum einstaklingum. Spilið byggist á því að færa peð yfir „brú“ með því að kasta teningi og fylgja þeim reitum sem talan gefur tilefni til. Tilgangur leiksins er að komast fyrstur yfir brúna með öll peðin sín.

Leikmenn og búnaður

Leikmenn: 2 til 4

Búnaður: 1 Brúarborð, 13 peð, 1 teningur (fylgir ekki)

Leikreglur

  1. Leikmenn skiptast á að kasta tening þar til talan sex kemur upp og má þá þátttakandi hefja leik. (þessi liður er valkvæður)
  2. Hver leikmaður kastar teningnum í sínum leik. Talan sem kemur segir til um hversu marga reiti peðið má færast fram á brúarborðinu.
  3. Ef peð lendir í reit með gati:
    – þarf leikmaður að færa peðið aftur á byrjunarreit
  4. Ef peð lendir í reit þar sem annað peð er nú þegar í:
    – Strangar reglur: leikmaðurinn verður að færa peðið sitt aftur á byrjunarreit
    – Einfaldar reglur: leikmaðurinn færir peðið í næsta auða reit fyrir framan.
  5. Sigur: Fyrsti leikmaðurinn sem færir peðið sitt í gegnum alla reiti og yfir brúna vinnur leikinn.

Á lager